Um Verkefnið

loa

Ferðumst heima og styrkjum innviði íslenskrar ferðaþjónustu

Íslensk ferðaþjónusta hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gefur vissulega fyrirheit um mikilvægt hjálpræði á erfiðum tímum, en öllum má þó vera ljóst að höggið sem nú ríður yfir mun að öllum líkindum leiða til gjaldþrota og lokanna fjölda fyrirtækja þegar líða tekur á árið.

Í samvinnu við fjöldamörg hótel og gististaði um land allt höfum við hafið sölu á gjafabréfum sem gilda á alla þá staði sem taka þátt í verkefninu. Með því viljum við hvetja landsmenn til að ferðast innanlands og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða.

Það kemur eflaust mörgum á óvart hversu rík við erum af menningu, listum og flottum fyrirtækjum um land allt sem munu hagnast af verkefninu, beint eða óbeint.

Undirtektir frá fyrirtækjum og einstaklingum hafa farið fram úr björtustu vonum og stöðugt bætast við fleiri gististaðir. Þannig stækkar verkefnið og tekur á sig nýjar myndir á hverjum degi.

Einstaklingar geta keypt gjafabréf á hagstæðu verði og nýtt sér þegar þeim hentar á þeim gististöðum sem taka þátt í verkefninu.

Fyrirtæki geta lagt verkefninu lið með kaupum á gjafabréfum fyrir starfsfólk og/eða gefið til þeirra sem hafa staðið í framlínunni fyrir okkur hin síðustu vikur og mánuði.

Við teljum þetta vera frábært tækfæri fyrir fyrirtækin í landinu og okkur öll til þess að standa saman á þessum erfiðu tímum, njóta og upplifa þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða og styrkja um leið stoðir atvinnulífsins.


Gjafabréf fyrir allar tegundir af gistingu

Starfsfólk Godo hafa í samvinnu við bændur, gistiheimili og hótel um gjörvallt Ísland ákveðið að hrinda af stað átaki með það að leiðarljósi að styrkja innviði íslenskrar ferðaþjónustu.

Á heimasíðunni okkar getur þú skoðað alla þá gistimöguleika sem eru í boði og þau fyrirtæki sem taka þátt í átakinu með okkur.

Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið og dafnað um allt land. Það er algjört ævintýri að ferðast um landið okkar fallega og í raun enn skemmtilegra með tilkomu allra þeirra ótrúlegu gistimöguleika sem sprottið hafa upp vítt og breitt um landið.

Starfsfólk Godo vonast til þess að sem flestir íslendingar nýti sér þennan einstaka möguleika og ferðist um landið okkar góða í ár og heilsi upp á allt það flotta fólk sem hefur lagt svo mikla vinnu í að gera skemmtilega landið okkar enn skemmtilegra.