Skilmálar

Bókunarskilmálar og skilmálar gististaða

Réttindi og skyldur kaupanda: Flekaskil ehf., Laugavegi 176, 105 Reykjavík, kennitala 610613-0550 heldur úti vefsíðunni www.styrkjumisland.is. Gjafabréfið kostar kr. 14.990.-, að meðtöldum virðisaukaskatti. Kaup gjafabréfsins eru framkvæmd á vefslóðinni www.styrkjumisland.is og greiðast strax við kaup. Einungis er tekið við greiðslum með greiðslukortum, debet eða kredit kort. Ef aðilar vilja kaupa fleiri en 10 bréf í einu má hafa samband við Flekaskil ehf í gegnum póstinn invoice@godo.is til þess að millifæra á reikning Flekaskila ehf. Gildistími gjafabréfsins er eitt ár frá þeim mánaðamótum sem stjórnvöld aflétta samkomubanni vegna Covid -19 faraldursins. Afhending gjafabréfsins fer fram á rafrænu formi og sendist á það netfang sem gefið er upp við kaup nema ef um annað er samið sérstaklega. Ef óskað er eftir útprentuðum gjafabréfum má nálgast þau á skrifstofu Flekaskila ehf. Ef óskað er eftir að fá gjafabréf prentuð og send leggst sendingarkostnaður við verðið. Hvert gjafabréf er að fjárhæð 14.990 kr og gildir fyrir gistingu í að minnsta kosti eina nótt á þeim gististað sem bókaður er. Viðbótarvörur s.s. morgunmatur o.fl. er breytilegt eftir gististöðum. Afbókun fer fram í gegnum bókunarkerfi Flekaskila ehf. á sama hátt og bókun var gerð. Gisting verður ekki endurgreidd ef afbókun berst innan 7 daga fyrir komu. Ef afbókað er meira en 7 dögum fyrir komu, er gjafabréfið enn í gildi. Einungis er hægt að bóka hjá þeim gististöðum sem taka þátt í verkefninu og koma fram á heimasíðunni www.styrkjumisland.is Framboð gistingar mun birtast á vefsíðu www.styrkjumisland.is þegar samkomubanni verður aflétt. Lög og varnarþing Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991. Ábyrgð Sé sá gististaður sem valin er ekki lengur í boði er Flekaskil ehf. ekki bótaskylt með neinum hætti. Margir aðrir valmöguleikar eru fyrir hendi auk þess sem nýir valmöguleikar birtast á www.styrkjumisland.is reglulega auk upplýsinga um allar breytingar og upplýsingar um valmöguleika. Verði viðkomandi fyrir óhappi eða tjóni gildir ábyrgð og skilmálar þjónustuaðilans.